Þemavika

Gabríel Þór Eiðsson mátar hermannabúning frá Stríðsminjasafninu
Gabríel Þór Eiðsson mátar hermannabúning frá Stríðsminjasafninu

Nú stendur yfir þemavika hjá okkur í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þemað að þessu sinni er Reyðarfjörður.

Saga Reyðarfjarðar er ígrunduð með áherslu á sögu skólahalds og að nú eru 80 ár liðin frá því að hér gekk breskur her á land. Þjóðsögur eru lesnar og farið í gönguferðir og gömul hús skoðuð. Svo gegnir okkar fallega náttúra stóru hlutverki. 

Þemavika er uppbrot á hefðbundnu skólastarfi þar sem bekkjum er skipti í nýja hópa þvert á árganga og unnið að annars konar viðfangsefnum en gert er dags daglega.