Þorrablót

Þorrablót Grunnskóla Reyðarfjarðar voru haldin hátíðleg í tvennu lagi. Yngra stigið hélt sitt blót í hádeginu en mið- og unglingastig um kvöldið.

Á þorrablóti yngri nemenda þjónaði starfsfólk til borðs og stigu kennarar á stokk með skemmtiatriði. Mikil spenna er alltaf fyrir forsýningu á myndbandi 10. bekkjar. Á eftir var stiginn dans.

10. bekkur sér um þorrablót eldri nemenda um kvöldið. Salurinn var fallega skreyttur og hvert skemmtiatriðið rak annað. Hápunkturinn var frumsýning á þorrablótsmyndbandinu þar sem starfsfólk skólans fær á baukinn. Væntanlegt símabann fékk þar góða umfjöllun. Kennarar stigu þarna einnig á stokk við mikinn fögnuð nemenda. Á eftir var stiginn dans.