Í dag greindi Menningarstofa Fjarðabyggðar frá úrslitum í jólasmásagnarkeppninni sem Menningarstofa stóð fyrir nú í desember. Fjórir nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar unnu til verðlauna og sendum við þeim sérstakar hamingjuóskir.
Í frétt frá Menningarstofu Fjarðabyggðar sem lesa má hér segir að dómnefndin hafi verið samstíga í mati sínu og sammála um að sögurnar sem skilað var inn væru gríðarlega skemmtilegar og vel skrifaðar. Höfundarnir ungu eru með öflugt hugmyndaflug og sögurnar frumlegar, fjölbreyttar og um fram allt jólalegar. Það er greinilegt að það leynast víða efnilegir rithöfundar í Fjarðabyggð en alls bárust 99 sögur í keppnina og var gríðarlega gaman að sjá þessa miklu þátttöku.
Vinningshafar í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna eru:
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |