Lið Grunnskóla Reyðarfjarðar var í 5. sæti af 12 í úrslitum Skólahreysti. Það er frábær árangur sem við erum ákaflega stolt af.
Við áttum sigurvegara í upphýfingum sem var Ólafur Jónsson í 9. bekk en það er líka besti tími skólans í Skólahreysti. Áður átti Ólafur met skólans sem var 45 dýfur en það met setti hann í undanúrslitunum í vor.
Perla bætti líka tímann sinn í hreystgreip en hún náði 3 mínútum og 51 sekúndu og bætti um leið besta tíma skólans. Auður og Bragi bættu tímann sinn í hraðabrautinni um 9 sekúndur. Þau áttu fyrir besta tíma skólans 2:32 en fóru brautina í úrslitum á 2:23.
Frábær árangur hjá krökkunum sem með afrekum sínum hvetja aðra til dáða.
Stuðningsmenn stóðu sig líka með miklum sóma. Þeir lögðu sig fram um að vera eins bleikir og kostur er og voru dásamlega litskrúðugir og fjölbreytilegir á keppninni.
Við erum afar þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið vegna þessarar keppni.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |