Málþing um umhverfismál var haldið á unglingastigi. Þar komu fram margar góðar hugmyndir en umhverfismál eru unglingum eðlilega hugleikin enda mikið mikið um þau rætt og ritað. Margar hugmyndir komu fram sem snéru að fatnaði. Tillögur voru m.a. um að endurnýta betur fatnað og kenna fólki að laga og endurgera föt og jafnvel hanna sín eigin föt. Nemendur töluðu einnig mikið um símana sem stöðugt er verið að endurgera og bæta og fannst rétt að ræða.við fyrirtæki um að hætta svindli og hægja ekki á snjalltækjum, fólk ætti ekki heldur að kaupa nýja síma um leið og þeir koma út. Flugið var nemendum líka hugleikið. Þar nefna þeir að fólk ætti ekki fara oftar til útlanda en einu sinni á ári og einn hópurinn kom með þá tillögu að við hverja flugferð ættu menn að gróðursetja eitt tré, Best væri svo ef menn tækju sig saman og hættu að kaupa hluti sem við þurfum ekki á að halda. Klárir krakkar, þeirra er framtíðin.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |