Útivistardagur

Áð í Oddsdal
Áð í Oddsdal

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar vörðu deginum úti í dag enda einmuna blíða. Farið var í lengri og styttri ferðir eftir aldri nemenda.

Nemendur í 1. - 3. bekk fóru í gönguferðir í okkar dásamlegu náttúruperlu umhverfis bæinn okkar og er þar af nógu af taka.

4. bekkur gekk Eyrarhjalla, gamla veginn út með firðinum sunnanmegin og 6. bekkur gekk Staðargarð, gamla þjóðleið milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

5. bekkur heimsótti að venju Steinasafn Petru á Stöðvarfirði en unglingarnir í 7. - 10. bekk gengu Oddskarð, gamla veginn yfir skarðið og niður Oddsdal að Skuggahlíð.

Ekkert toppar útivist í góðu veðri, með góðum hópi vina og með pokann fullan af góðu nesti. Hér má sjá myndir frá útivistardegi.