Að venju hlupu drengirnir okkar inn þorra karlinn. Nú vonumst við til þess að þorri fari um okkur blíðum höndum.
Fyrsti dagur þorra er jafnframt bóndadagur. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir:„Þess vegna var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.“
Í þá daga lögðu menn ýmislegt á sig til að blíðka veðurguðina eða hafa áhrif á að veðrið færi blíðum höndum um fé og menn. Enn í dag er það ósk okkar að veðrið sé gott og því gerðu drengirnir okkar þetta samviskusamlega. Eftir hlaupið hresstu þeir sér á djúsglasi.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |