Í morgun þegar við mættum í skólann uppgötvaðist að húsið var vatnslaust. Þegar orsaka var leitað kom í ljós að frosið hafði í lögnum. Þá voru góð ráð dýr en sem betur fer eigum við góða granna með góða uppsprettu af heitu vatni sem sótt var á Eskifjörð. Um hádegi fór síðan vatnið að renna úr krönum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Þegar skólinn er vatnslaus er ekki hægt að halda úti skólastarfi. Ekki er hægt að nota salerni né þvo sér um hendur og engin þrif geta átt sér stað. Við vonuðumst til að geta hafið skóla á miðjum morgni en þegar komið var fram að hádegi og ekkert bólaði á vatninu var skólastarf blásið af þennan daginn. Hins vegar kom vatnið á fljótlega upp úr hádegi og því ætlum við að opna Skólaselið kl. 13:00.
Í dag ætluðum við að mála piparkökur og hvöttum nemendur til að mæta með jólasveinahúfur. Því frestum við til morguns, þriðjudag.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |