Vinadagurinn

Vinadagurinn var haldin þann 8. nóvember, en það er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Þá héldum við friðarleika og leysum saman ýmis verkefni. Við byrjuðum daginn á því að koma öll á sal og þá var bekkjunum skipt í hópa frá 1. bekk upp í 10. bekk. Það voru stöðvar út um allan skóla sem allir hópar fóru á og þurftu t.d. að leysa þrautir eða verkefni í sameiningu, m.a. var escape room, kökuskreytingar og slökun. Þegar allir höfðu lokið öllum stöðvunum þá var aftur komið á sal og við borðuðum kökurnar sem við skreyttum. Þetta var í þriðja skipti sem við héldum þessa leika og er þetta skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu.

 Höfundur greinar er Ásdís Iða Hinriksdóttir