Vordagar

29. og 31. maí verða vordagar hjá okkur í skólanum og er þá skóladagurinn frá 8:10 – 13:10 hjá öllum nemendum en þó með einhverjum undantekningum sem auglýstar eru sérstaklega.

Miðvikudaginn 29. maí og föstudaginn 31. maí verða útivistardagar hér í skólanum og munu umsjónarkennarar senda nánara skipulag fyrir hvern bekk en dagskráin gæti tekið breytingum í samræmi við veður.

 Þessa daga er mikið verið á ferðinni úti og gætu nemendur í einhverjum tilfellum þurft að koma með auka nesti, vera vel skóaðir og klæddir eftir veðri.