Þegar vinnu við lokaverkefni nemenda 10. bekkjar er lokið taka við önnur verkefni sem eru af ýmsum toga. Þar má nefna heimsókn í Alcoa og í Fiskeldið í Reyðarfirði, skyndihjálparnámskeið, ratleik og svo frágang í skóla. Semja þarf lokaræðu fyrir skólaslit og svo sér 10. bekkur alltaf um að grilla pylsur fyrir alla nemendur skólans á lokadegi. Einn daginn fóru nemendur í óvissuferð. Heimsóttu þeir nágranna okkar á Eskifirði og skoðuðu þar m.a. Helgustaðanámuna og tóftirnar við Veturhús. Heimsóttu þau Tanna travel og Egersund og enduðu svo daginn á því að fara í sund.
Hér má sjá fleiri myndir úr óvissuferð.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |