Fimmtudaginn 28. maí verður vordagur í skólanum. Nemendur í 1. - 3. bekk fara með rútu í trjásafnið í Hallormsstað og ganga þaðan niður í Atlavík. Nemendur í 4. - 10. bekk fara með rútu upp að Hengifossi og þar verður gengið upp að fossinum. Nemendur eiga að hafa með sér vel útilátið nesti og vera vel skóuð. Gott er að hafa með sér lítið handklæði og auka sokka ef menn kjósa að vaða.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |