Fréttir

Skólahald á morgun, mánudaginn 26. september

Á morgun mánudaginn, 26. september, er appelsínugul viðvörun á Austfjörðum, vegna hvassviðris. Ekki er þó talin þörf á að loka leik- og grunnskólum en foreldrar eru beðnir að fylgjast vel með ef breyting verður á með morgni og meta hvort þeir sendi börnin í skóla. Veður getur verið slæmt þó ekki sé talin þörf á að leggja niður kennslu og þá er rétt að hafa yngri börnin heima ef ekki er hægt að fylgja þeim bæði í og úr skóla.
Lesa meira

Gróðursetning

16. september er dagur íslenskrar náttúru og jafnframt afmælisdagur Ómars Ragnarssonar náttúruunnanda m.m. Við höldum jafnan upp á þennan dag með ýmsum hætti og undanfarin ár höfum við plantað skógarplöntum í nágrenni Reyðarfjarðar.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ. Nemendur hlupu mislangar vegalengdir eftir aldri.
Lesa meira

BRAS klippimyndagerð

Listamaðurinn Marc Alexander heimsótti unglingastigið sl. miðvikudag og leiðbeindi þeim við gerð klippimynda auk þess að fræða þau um þetta listform og popplistina.
Lesa meira

Göngum í skólann

Í dag hefst verkefnið göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Útivistardagur

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar vörðu deginum úti í dag enda einmuna blíða. Farið var í lengri og styttri ferðir eftir aldri nemenda.
Lesa meira

Engin samræmd próf á þessu skólaári

Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári og fram til 2024. Með lagabreytingu í sumar hefur skyldu um lagningu prófanna verið frestað á meðan unnið er áfram að þróun nýs samræmds námsmats, Matsferils, sem leysa mun samræmdu prófin af hólmi.
Lesa meira

Nýr ritari

Katrín Jóhannsdóttir tók í haust við starfi ritara við Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Lesa meira

Óskilamunir og sumaropnun bókasafnsins

Við viljum minna á að bókasafnið er opið á fimmtudögum í sumar frá kl. 14:00-18:00 og hvetjum við alla til að vera duglegir að heimsækja safnið og sækja sér bók að lesa.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Í dag var Grunnskóla Reyðarfjarðar slitið. Að venju var leikjadagur fram að hádegi en 10. bekkingar grilluðu síðan pylsur ofan í allan skarann.
Lesa meira